Fótbolti

Nasri: Vardy er svindlari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vardy lætur sig falla eftir að hafa snert höfuðið á Nasri.
Vardy lætur sig falla eftir að hafa snert höfuðið á Nasri. vísir/getty
Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni.

Vardy ögraði Nasri, sem var á gulu spjaldi. Þeir læstu saman höfðum og svo lét Vardy sig falla til jarðar. Dómarinn spjaldaði þá báða og það þýddi að Nasri fór í bað. Hann varð algjörlega sturlaður út í Vardy og var lengi að koma sér af velli.

„Hann er ekkert nema svindlari. Ef hann væri útlendingur þá mynduð þið ensku fjölmiðlamennirnir segja að hann væri svindlari,“ sagði Nasri pirraður en hann er í eigu Man. City sem lánaði hann til Sevilla.

„Þeir voru að vinna 2-0. Spilaðu leikinn eins og maður. Þú ert ekkert betri en við þó svo þú sért að vinna 2-0. Spilaðu bara helvítis leikinn og ekki vera að þessu rugli.“


Tengdar fréttir

Buffon er hræddur við Leicester City

Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð.

Sagan í höndum Shakespeares

Leicester á enn góða möguleika á að komast í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu. Það verður verk nýja þjálfarans, Craigs Shakespeare, að skrifa framhaldið á ævintýri Englandsmeistaranna í deildinni.

Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur

Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×