MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 09:30

Tónlistin hefur veriđ besta lyfiđ

LÍFIĐ

Nasri: Vardy er svindlari

 
Fótbolti
09:30 16. MARS 2017
Vardy lćtur sig falla eftir ađ hafa snert höfuđiđ á Nasri.
Vardy lćtur sig falla eftir ađ hafa snert höfuđiđ á Nasri. VÍSIR/GETTY

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni.

Vardy ögraði Nasri, sem var á gulu spjaldi. Þeir læstu saman höfðum og svo lét Vardy sig falla til jarðar. Dómarinn spjaldaði þá báða og það þýddi að Nasri fór í bað. Hann varð algjörlega sturlaður út í Vardy og var lengi að koma sér af velli.

„Hann er ekkert nema svindlari. Ef hann væri útlendingur þá mynduð þið ensku fjölmiðlamennirnir segja að hann væri svindlari,“ sagði Nasri pirraður en hann er í eigu Man. City sem lánaði hann til Sevilla.

„Þeir voru að vinna 2-0. Spilaðu leikinn eins og maður. Þú ert ekkert betri en við þó svo þú sért að vinna 2-0. Spilaðu bara helvítis leikinn og ekki vera að þessu rugli.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Nasri: Vardy er svindlari
Fara efst