Erlent

NASA boðar til blaðamannafundar vegna uppgötvunar handan sólkerfisins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa
Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa Vísir/Getty
Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar næstkomandi miðvikudag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet).

Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annaðborð að finna annarsstaðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum.

Fylgjast má með blaðamannafundinum í beinni útsendingu á vef NASA en viðstaddir verða stjörnufræðingar og geimvísindamenn hvaðanæva úr heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×