Enski boltinn

Nani farinn frá United til Fenerbache

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þúsundir tóku á móti Nani á flugvellinum þegar hann mætti í læknisskoðun.
Þúsundir tóku á móti Nani á flugvellinum þegar hann mætti í læknisskoðun. vísir/afp
Tyrkneska knattspyrnufélagið Fenerbache er búið að kaupa portúgalska vængmanninn Nani frá Manchester United og ganga frá samningum við leikmanninn.

Heimasíða félagsins greinir frá þessu í morgun, en Nani verður kynntur fyrir stuðningsmönnum Fenerbache seinni partinn í dag.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Ég lít á þetta sem nýtt tækifæri á mínum ferli. Þetta er tækifæri fyrir mig að sýna hvað ég get og hér vil ég ná árangri,“ segir Nani.

Portúgalinn kom til Manchester United árið 2007 og spilaði 230 leiki í öllum keppnum fyrir liðið og skoraði 40 mörk. Hann var síðustu leiktíð á láni hjá Sporting í Portúgal.

Nani vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni sem leikmaður Manchester United. Hann var kjörinn leikmaður ársins af liðsmönnum United tímabilið 2010/2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×