Enski boltinn

Nani: Ég þurfti bara smá traust - frábær ákvörðun að fara heim

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nani nýtur lífsins í Portúgal.
Nani nýtur lífsins í Portúgal. vísir/getty
Portúgalski vængmaðurinn Nani, sem Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sendi á lán til Sporting í Lissabon, telur að hann verði hluti af United-liðinu á næstu leiktíð.

Van Gaal hefur verið sagður í breskum miðlum vera að íhuga að kalla Nani til baka úr láninu til að hjálpa liðinu á seinni hluta leiktíðarinnar, en hann er búinn að skora sjö mörk í 17 leikjum fyrir Sporting það sem af er tímabili.

„Ég þurfti bara smá traust og að einhver trúði á mig og mína hæfileika. Ég þarf bara tækifæri til að sýna hvað ég get,“ segir Nani í viðtali við BT Sport.

„Þessi lánstími hefur reynst mér vel og var það sem ég þurfti því undanfarin tvö ár hjá United hef ég verið mikið meiddur. Ég saknaði líka fjölskyldu minnar og vildi prófa eitthvað nýtt. Þetta var eini möguleikinn fyrir báða aðila að vera sáttir.“

Aðspurður hvort hann væri reiður út í Van Gaal hefur að láta hann fara svarar Nani: „Nei, því félagið veit hvers ég er virði og vill að ég verði áfram.“

„Það var ég sem kaus að fara og það var góð ákvörðun því ég vissi að ef ég hefði verið áfram hjá United á þessari leiktíð hefði það verið erfiður tími fyrir mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×