Innlent

Námskeið fyrir ungmenni sem eiga aðstandendur með krabbamein

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Námskeiðið er hannað af Kristínu Tómasdóttur og Bjarna Fritzsyni.
Námskeiðið er hannað af Kristínu Tómasdóttur og Bjarna Fritzsyni. Mynd/ljósið
Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, fer af stað með námskeið fyrir ungmenni sem eiga krabbameinsgreinda aðstandendur þann 25. október næstkomandi. Námskeiði er ætlað ungmennum á aldrinum 14 til 17 ára. Erfitt getur reynst fyrir unglinga þegar foreldrar greinast með krabbamein og getur það haft veruleg áhrif á sjálfsmynd og líðan í daglegu lífi.

Námskeiðið eru unnið í samstarfi við fyrirtækið Út fyrir kassann og er það hannað af Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur. Námskeiðið byggir á bókum þeirra og reynslu af vinnu með ungu fólki.

Námskeiðinu er ætlað að styrkja ungmennin, þau fái að vera í fyrsta sæti og gera skemmtilega hluti saman sem stuðla að jákvæðri uppbyggingu til að styrkja sjálfsmynd þeirra.

Námskeiðið er ókeypis fyrir ungmennin og frekari upplýsingar um það er að finna á www.ljosid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×