Menning

Nám í náttúru og list

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Robert C. Barber, sendiherra, Hafþór Yngvason safnstjóri og listamennirnir og fjallaleiðsögumennirnir Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal.
Robert C. Barber, sendiherra, Hafþór Yngvason safnstjóri og listamennirnir og fjallaleiðsögumennirnir Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal.
?Það gleður sendiráð Bandaríkjanna að styrkja þetta verkefni sem sameinar kennslu, náttúru og list á áhugaverðan hátt.

List er án landamæra og í gegnum listina getum við deilt reynslu þekkingu og gildum,? sagði Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi við undirritun samstarfssamnings við Listasafn Reykjavíkur um að bjóða upp á listasmiðjur í Viðey í sumar.

Smiðjurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum átta til þrettán ára. Þær eru í tilefni sýningarinnar Áfangar með verkum bandaríska listamannsins Richard Serra sem sett verður upp í Listasafni Reykjavíkur og tengjast samnefndu verki í Viðey en 25 ár eru liðin frá því það var sett upp.

Hafþór Yngvason, safnstjóri, undirritaði samninginn fyrir hönd safnsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×