Innlent

Nálgunarbann fellt úr gildi: Konan ítrekað leitað til lögreglu vegna ofbeldis og ógnandi hegðunar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hæstiréttur felldi úrskurð héraðsdóms úr gildi.
Hæstiréttur felldi úrskurð héraðsdóms úr gildi. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta 6 mánaða nálgunarbanni.

Með úrskurðinum var honum bannað að koma á eða í námunda við heimili konu, en þau hafa verið sundur og saman til margra ára, að því er segir í dómnum, og er haft eftir konunni. Þá var jafnframt lagt bann við því að maðurinn veitti konunni eftirför, að hann nálgaðist hana á almannafæri eð setti sig í samband við hana með öðrum hætti.

Í greinargerð lögreglustjóra sem lagð var fram í héraðsdómi kemur fram að undanfarna mánuði hafi konan ítrekað þurft að leita eftir aðstoð lögreglu vegna ofbeldis og ógnandi hegðunar karlmannsins.

 

Þá sé einnig að finna fjölda mála frá árunum 2012 og 2013 þar sem konan hafi leitað aðstoðar vegna ógnandi hegðunar og ofbeldis af hálfu mannsins.

 

Konan fór fram á nálgunarbann þann 2. mars síðastliðinn en lögreglan mat það sem svo að ekki væri tilefni til nálgunarbanns þar sem vægari úrræði hafi ekki verið reynd. Það var þó brýnt fyrir manninum að eitt tilvik í viðbót yrði til þess að ákvörðun lögreglustjórans yrði endurskoðuð.

Það var svo gert þann 17. mars síðastliðinn þegar maðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann. Sex dögum síðar staðfesti héraðsdómur þann úrskurð en sama dag var bókað í þinghaldi eftir réttargæslumanni konunnar að hún hefði fallið frá kröfu um nálgunarbann og vildi að maðurinn „kæmi til sín“.

Hæstiréttur felldi því úrskurðinn úr gildi og sætir maðurinn ekki nálgunarbanni. Dóminn má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×