Innlent

Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vatnagörðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn var að skipta um þakplötur þegar hann féll niður um þakið en fallið var um tíu metrar.
Maðurinn var að skipta um þakplötur þegar hann féll niður um þakið en fallið var um tíu metrar.
Maðurinn sem lést í vinnuslysi við iðnaðarhúsnæði í Vatnagörðum í Reykjavík á mánudaginn hét Karl Friðjón Arnarson, til heimilis að Vesturbergi 41 í Reykjavík.

Maðurinn var að skipta um þakplötur þegar hann féll niður um þakið en fallið var um 10 metrar og lést maðurinn samstundis, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Mbl.is greinir frá og þar segir að skemmdir hafi verið á þakinu en þær hafi verið þess eðlis að þakið gaf sig undan þunga mannsins með þeim afleiðingum að hann féll niður.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Vinnueftirlitið hafa málið til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Lést eftir 20 metra fall niður um þak

Maður á sextugsaldri lést í vinnuslysi á mánudag þegar hann féll niður um þak á iðnaðarhúsnæði í Vatnagörðum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×