Innlent

Nafn mannsins sem lést í bílslysi á Suðurnesjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins.
Maðurinn sem lést í bifreiðaslysi á Reykjanesbraut á mánudaginn hét Marinó Nordquist. Hann var fæddur 1979, búsettur í Keflavík, en ættaður frá Akureyri.

Marinó var einhleypur og barnlaus en lætur eftir sig foreldra og yngri systur.

Banaslysið varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum. Ökumaður og farþegi í hinni bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðisstofnun til skoðunar.


Tengdar fréttir

Banaslys á Suðurnesjum

Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×