Innlent

Nafn mannsins sem fannst látinn á víðavangi á Selfossi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir
Maðurinn sem fannst látinn við Heiðarveg á Selfossi 9. febrúar síðastliðinn hét Jerzy Krzysztof Mateuszek. Hann var fæddur árið 1972, skráður til heimilis í Reykjavík.

Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu á líki mannsins liggur fyrir. Dánarorsökin er af náttúrulegum orsökum og ekki grunur um að refsiverð háttsemi tengist því á neinn hátt að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Lík mannsins fannst á auðri lóð við Heiðarvog á Selfossi og talið var að það hefði legið úti í nokkurn tíma áður en það fannst.


Tengdar fréttir

Líkfundur á Selfossi

Lögregla er við störf á staðnum og hefur vettvangi verið lokað á meðan svo er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×