Erlent

Næsti formaður Íhaldsflokksins verður kona

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Valið stendur á milli Andrea Leadsom og Theresa May, ráðherrum Íhaldsflokksins.
Valið stendur á milli Andrea Leadsom og Theresa May, ráðherrum Íhaldsflokksins. Vísir/Getty
Theresa May og Andrea Leadsom, ráðherrar Íhaldsflokksins munu berjast um embætti formanns flokksins eftir að þær urðu efstar í kjöri þingmanna.

Reglur flokksins segja til um að þingmenn flokksins kjósi um þá tvo frambjóðendur sem flokksmenn allir muni svo kjósa um í formannsslagnum.

Theresa May innanríkisráðhera var efst í kosningu þingmannana með 199 atkvæði, Andrea Leadsom orkumálaráðherra hlaut 84 atkvæði en Michael Gove dómsmálaráðherra 46 atkvæði.

May og Leadsom munu því etja kappi um formannsembætti Íhaldsflokksins en David Cameron lætur af embætti formanns og forsætisráðherra Bretlands í haust. 

Niðurstöður formannskosningarinnar munu liggja fyrir þann 9. september næstkomandi. Sú sem sigrar í kosningunum mun að öllum líkindum taka við embætti forsætisráðherra af Cameron.


Tengdar fréttir

David Cameron segir af sér

David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×