Innlent

Næsta Secret Solstice virði hávaðamörk

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Svo mikið fjör var á Secret Solstice að íbúum í nágrenninu þótti sumum nóg um.
Svo mikið fjör var á Secret Solstice að íbúum í nágrenninu þótti sumum nóg um. Fréttablaðið/Stefán
Hverfisráðs Laugardals segir að þótt Secret Solstice-tónlistarhátíðin í júní hafi almennt gengið vel hafi formlegar kvartanir borist frá nítján íbúum og að þær beri að taka alvarlega.

„Skipulag tónleikarahalda var gott, gestir ánægðir og engin meiriháttar áföll komu upp meðal annars leitaði enginn til Neyðarmóttöku LSH vegna kynferðisbrota eftir þessa tónleikadaga,“ bendir hverfisráðið á sem þó nefnri ýmist atriði sem taka þurfi tillit til fari hátíðin aftur fram.

Meðal annars vil hverfisráðið að tónleikahaldarar leggi fram áætlun um hvernig þeir ætli að tryggja að hávaðamörk séu virt og að deegið verði úr hávaða með því að fækka útisviðum um eitt. Flestar kvartanir íbúa hafi komið frá Langholts- og Sunnuvegi og gæta verði þess að svið snúi ekki beint að þessum götum.

Þá segir að ekki gangi upp að tónleikar í Skautahöllinni „svona nálægt íbúabyggð“ standi til klukkan fimm að morgni og að útitónleikum verði að ljúka ekki síðar en hálftólf að kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×