Erlent

Nærri tvö þúsund manns myrtir í Mexíkó í janúar

atli ísleifsson skrifar
Talið er að aukninguna megi að stærstum hluta rekja til átaka innan eiturlyfjahringsins Sinaloa.
Talið er að aukninguna megi að stærstum hluta rekja til átaka innan eiturlyfjahringsins Sinaloa. Vísir/AFP
Fjöldi morða í Mexíkó á fyrsta mánuði ársins jókst um 34 prósent milli ára en alls voru 1.938 morð skráð í landinu í janúar.

Talið er að aukninguna megi að stærstum hluta rekja til átaka innan eiturlyfjahringsins Sinaloa eftir að leiðtoginn Joaquín Guzmán, sem oftast er kallaður „El Chapo“, var handtekinn og síðar framseldur til Bandaríkjanna.

„Í fjarveru leiðtogans er barist um hver skuli stjórna samtökunum,“ sagði mexíkóski varnarmálaráðherrann Salvador Cienfuegos fyrr í mánuðinum.

Cienfuegos lét orðin falla eftir að fjölmennt herlið var sent til Sinaloa-ríkis, þar sem morðtíðnin jókst í janúar um rúmlega 50 prósent milli ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×