Erlent

Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi flóttafólks reyna að komast til Evrópu frá Afríku og Tyrklandi á illa búnum og ofhlöðnum bátum.
Gríðarlegur fjöldi flóttafólks reyna að komast til Evrópu frá Afríku og Tyrklandi á illa búnum og ofhlöðnum bátum. Vísir/EPA
Tæplega þrjú þúsund flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi á leið sinni til Evrópu það sem af er ári.

Þetta segir talsmaður Alþjóða flóttamannastofnunarinnar (IOM). Talsmaðurinn Joel Millman segir að staðfest er að 2.977 hafi látið lífið, sem er mun meiri fjöldi en á sama tíma síðustu fjögur árin.

Millman segir að fjöldinn hafi náð þrjú þúsund í september 2014 og í október 2015.

Í frétt SVT segir að á síðustu fjórum mánuðum hafi um tuttugu manns farist í Miðjarðarhafi að meðaltali á degi hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×