Erlent

Nærri 70 létust síðastliðna viku í Pakistan

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi bátur er nú á floti þar sem áður var þurrlendi.
Þessi bátur er nú á floti þar sem áður var þurrlendi. nordicphotos/afp
Monsúnrigningar í Pakistan hafa valdið miklum flóðum í norðaustur- og suðurhluta landsins.

Alls hafa 67 látist þar í landi af völdum flóðanna undanfarna viku, þar af tíu í gær.

Flóðin hafa haft talsverð áhrif á líf um hálfrar milljónar Pakistana. Þau hafa rutt heimilum fólks á brott og orðið til þess að aðrir þurfa að yfirgefa heimili sín. Auk þess hafa flóðin leikið vegakerfi landsins grátt. Herlið hefur verið kallað út í landinu til að bjarga fólki í neyð og segist herinn hafa bjargað um tíu þúsund manns úr sjálfheldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×