Innlent

Næringarfræðingur hvetur landsmenn til að hætta að leita í gervisykurinn

Næringarfræðingurinn hvetur landsmenn frekar til þess að neyta hvíta sykursins sjaldnar.
Næringarfræðingurinn hvetur landsmenn frekar til þess að neyta hvíta sykursins sjaldnar.
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur telur að við séum komin á ranga braut að sækja svona mikið í gervisætu og raun ber vitni.

Geir ræddi við Reykjavík síðdegis um nýlegar rannsóknir um gervisætu sem leiða í ljós að gervisæta geti „gabbað líkamann.“

Í viðtalinu lýsti Gísli áhrifum gervisætunnar á líkamann. Hann sagði að líkaminn bregðist ekki rétt við þegar við fáum sætuefni í munninn og engar hitaeiningar í kjölfarið og talar hann um brenglun á boðskiptum. Hann segir að líkaminn geti tekið upp á því að keyra af stað svengd og jafnvel insúlín. „Það vantar endapunktinn í þetta sætubragð,“ segir Geir.

Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur.Vísir/Valli
Geir segir að landsmenn neyti of mikils magns af sætuefnum og horfir hann þá sérstaklega til gosdrykkja með gervisætu því það sé hægt að innbyrða svo mikið af efninu í formi gosdrykkja.

Næringarfræðingurinn hvetur almenning til að hætta að leita, í sífellu, í gervisætuna og brýnir þess í stað fyrir fólki að njóta hvíta sykursins meira og sjaldnar. 

„Bökum hnallþórur með ömmu,“ stingur Geir upp á sem mælist til þess að fólk hætti að leita að „hollum uppskriftum“ með sætuefnum „og baka á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum því þetta sé svo hollt,“ segir Geir. 

Þá segir hann auk þess að það sé vænlegri kostur að neyta alvöru kóladrykkjar: „Fáum okkur bara alvöru kalda kók, sjaldan og njótum þess,“ segir Geir sem vonast eftir frekari rannsóknum á gervisætu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×