Innlent

Nær allir netnotendur hafa séð klám

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á klámnotkun fullorðinna á netinu kemur í ljós að helmingi þátttakenda þótti klám spennandi.
Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á klámnotkun fullorðinna á netinu kemur í ljós að helmingi þátttakenda þótti klám spennandi. Fréttablaðið /GVA
Nær allir þeir sem nota netið hafa séð klám, eða 96 prósent. Af þeim sögðust um 40 prósent hafa séð klám gegn vilja sínum.

Þetta kemur fram í könnun sem Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði, gerði en ágrip rannsóknarinnar er birt í Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar HÍ 2013.

Guðbjörg Hildur útbjó netkönnun sem dreift var í gegnum Facebook. Ekki var um tilviljunarúrtak að ræða en alls tóku 500 manns þátt í könnuninni.

Yfirleitt sögðust þátttakendur skoða klám í einrúmi heima hjá sér til sjálfsfróunar.

Þeir kusu að sjá klámefni sem sýndi karl og konu í samförum. Þriðjungur taldi að klám bætti kynlíf fólks og tæplega helmingur sagðist hafa prófað hluti sem þeir sáu á netinu og þótti spennandi.

Helmingi þátttakenda þótti klám spennandi. Sex af hverjum tíu töldu að klám ætti að vera löglegt en með takmörkunum.

Í ágripi Guðbjargar Hildar í Þjóðarspeglinum kemur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í samræmi við norræna rannsókn á klámnotkun unglinga frá 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×