Innlent

Náðu naumlega að lenda eftir að flugvél varð bensínlaus

Vél sömu gerðar og lenti í erfiðleikunum.
Vél sömu gerðar og lenti í erfiðleikunum.
Minnstu mátti muna að tveggja hreyfla sex manna Cessna flugvél yrði bensínlaus á leið hingað til lands í gærkvöldi, en flugmennirnir snéru við á síðustu stundu og tókst að lenda við mjög erfið skilyrði í Kulusuk á Grænlandi.

Þá var hún orðin nánast bensínlaus. Flugmennirnir voru í sambandi við flugsstjórnarmiðstöðina eftir að vandi þeirra varð ljós og var náið fylgst með vélinni þartil hún lendi um klukkan hálf átta í gærkvöldi.

Vélin, sem skráð er í Bandaríkjunum, var að koma þaðan á leið sinni til meginlands Evrópu og ætlaði upphaflega að lenda í Keflavík.

Ekki liggur fyrir hvort flumennirnir reyna aftur að komast hingað til lands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×