Erlent

Náðu myndum af skipi flóttamanna að hvolfa

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Starfsmenn sjóhers Ítalíu náðu myndum af því augnabliki þegar lítið fiskiskip hvolfdi í Miðjarðarhafinu í dag. Fjöldi flótta- og farandsfólks var um borð í skipinu og drukknuðu minnst fimm. Skipið hvolfdi þegar fólki um borð hópaðist við aðra síðuna þegar skip sjóhersins sást.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er það þó nokkuð algengt að skip flóttafólks sökkvi af sömu ástæðu.

Starfsmenn sjóhersins komu fólkinu til bjargar en skipið sökk mjög fljótt. Samkvæmt sjóhernum var 562 bjargað. Talið er að rúmlega 1.370 manns hafi drukknað í Miðjarðarhafinu á þessu ári, við það að reyna að komast til Evrópu frá Líbýu.

Farþegar skipsins hópuðust saman á annarri síðu skipsins þegar þau sáu til björgunarskips.Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×