Erlent

Náðu myndum af sjaldgæfum djúpsjávarfiski

Atli Ísleifsson skrifar
Svartdjöfull  lifir vanalega á um 2.000 metra dýpi víðs vegar um heimsins höf.
Svartdjöfull lifir vanalega á um 2.000 metra dýpi víðs vegar um heimsins höf.
Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að ná myndbandi af svartdjöfli, sjaldgæfum djúpsjávarfiski, í náttúrulegu umhverfi sínu. Myndbandið af fisknum náðist á um 600 metra dýpi.

Margir kannast ef til vill við svartdjöful úr teiknimyndinni Finding Nemo frá árinu 2003. Í frétt DN kemur fram að vísindamenn við MBARI-stofnunina í Kaliforníu segi að aldrei áður hafi náðst  sambærilegar myndir af þessari gerð af fiski.

Svartdjöfullinn á myndbandinu er kvenfiskur og á höfðinu er sérstakt loftnet sem ljómar í myrkri sem fiskurinn notar sem beitu. Hann lifir vanalega á um 2.000 metra dýpi víðs vegar um heimsins höf.

Myndband af fisknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×