Erlent

Náði mögnuðu stökki hnúfubaks á myndband

Atli Ísleifsson skrifar
Hnúfubakurinn í Fundyflóa.
Hnúfubakurinn í Fundyflóa.
Kanadíska konan Sandy Seliga náði mögnuðu stökki hnúfubaks á myndband þegar hún var í hvalaskoðunarferð í Fundy-flóa í síðustu viku.

Seliga segir að komast í návígi við hvali hafi lengi verið á lista yfir þá hluti sem hún vildi gera áður en hún gæfi upp öndina og er því ljóst að hún hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum þegar hvalurinn birtist skyndilega.

Fundyflói er að finna í Kanada, milli New Brunswick og Nova Scotia.

Sjá má myndbandið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×