Fótbolti

Náði að hringja í eiginkonuna eftir flugslysið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Chapecoense syrgja á heimavelli félagsins.
Stuðningsmenn Chapecoense syrgja á heimavelli félagsins. vísir/afp
Einn leikmaður brasilíska liðsins Chapecoense náði að hringja í eiginkonu sína eftir flugslysið í Kólumbíu. Hann lést skömmu síðar.

Markvörðurinn Marcos Danilo var einn þeirra örfáu sem fannst á lífi eftir slysið skelfilega. Er hann komst upp á spítala lét hann það verða sitt fyrsta verk að hringja í eiginkonu sína. Það varð hans síðasta símtal því hann lést svo af sárum sínum. Þau áttu eitt barn saman.

77 manns voru um borð í vélinni og sex komust lífs af. Leikmennirnir Jakson Follmann 24 ára, Helio Hermito Zampier Neto 31 árs, Alan Ruschel 27 ára sem og blaðamaðurinn Rafael Henzel Valmorbida og áhafnarfólkið Ximena Suárez og Erwin Tumiri.

Ekki liggur enn fyrir af hverju flugvélin hrapaði.


Tengdar fréttir

Guð bjargaði syni mínum

Faðir markvarðar brasilíska liðsins Chapecoense segir það vera kraftaverk að sonur hans hafi lifað flugslysið í Kólumbíu af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×