Íslenski boltinn

Bein útsending frá N1-mótinu

Mynd/aðsend
N1-mótið hófst á Akureyri á fimmtudaginn en þar koma saman 1800 ungir knattspyrnuiðkendur frá öllu landinu. Allir keppendur eru drengir í 5. flokki.

Í ár verða þrjú erlend lið með á mótinu - eitt frá Svíþjóð og tvö frá Færeyjum. Þetta er langfjölmennasta N1-mótið frá upphafi en keppnislið eru alls 180 talsins.

Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á sporttv.is sem má sjá hér fyrir neðan. SportTV og Vísir hafa í samstarfi við N1 sýnt frá leikjum í 1. deild karla í sumar.

Myndavél verður staðsett á gervigrasinu á meðan á mótinu stendur og önnur myndavél mun vera á ferð um svæðið. Þá verður mótið einnig myndað með dróna úr lofti. Útsendinguna má sjá hér fyrir neðan.

Merki mótsins fyrir Instagram er #n1mótið. Skjáir verða víða á keppnissvæðinu þar sem keppendur og gestir geta fylgst með ljósmyndum af mótinu um leið og þeim er hlaðið inn á Instagram með undir merkinu: #n1mótið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×