Lífið

Måns kemur fram í Laugardalshöllinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Måns Zelmerlöw, sigurvegari keppninnar í árið 2015 tryllir lýðinn í Laugardalshöll
Måns Zelmerlöw, sigurvegari keppninnar í árið 2015 tryllir lýðinn í Laugardalshöll Vísir/Getty
Måns Zelmerlöw, sigurvegari Eurovision árið 2015, mun taka að minnsta kosti tvo lög á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár. RÚV greinir frá.

Úrslitakvöldið fer fram þann 11. mars næstkomandi en hefð hefur skapast fyrir því að erlend stórstjarna komi fram á úrslitakvöldinu. Á síðasta ári kom landi Måns fram, Loreen.

Måns gerði allt vitlaust árið 2015 með lagi sínu Heroes og sigraði Eurovision það ár með yfirburðum.

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2017 og fara undanúrslitin fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV.

Lögin tólf verða flutt á íslensku í undanúrslitum, sex lög keppa hvort kvöld. Þau þrjú lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort undankvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa sex lög til úrslita í Söngvakeppninni í Laugardalshöll 11. mars.


Tengdar fréttir

Hlustaðu á lögin sem keppa í Söngvakeppninni

Í gær var tilkynnt um það hvaða tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×