Fótbolti

Müller með Alzheimer-sjúkdóminn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gerd Müller, fyrrum markahrókur Bayern München og þýska landsliðsins, er alvarlega veikur og glímir nú við Alzheimer-sjúkdóminn. Þetta staðfesti félagið í yfirlýsingu í gær.

„Gerd Müller hefur því miður verið að glíma við slæm veikindi í langan tíma,“ sagði í yfirlýsingunni en Müller verður 70 ára gamall í næsta mánuði.

„Hann er einn af þeim bestu sem knattspyrnusagan hefur að geyma,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern, í yfirlýsingunni.

„Án makanna hans væri þýsk knattspyrna og Bayern München allt öðruvísi. Það verður sennilega aldrei annar eins markaskorari og Gerd Müller.“

„Þrátt fyrir velgengi hans var hann ávallt afar hógvær og hlédrægur, sem mér þótti ávallt aðdáunarvert. Hann var frábær liðsfélagi og vinur. Gerd mun ávallt eiga sinn stað hjá Bayern-fjölskyldunni.“

Müller skoraði 68 mörk í 62 landsleikjum fyrir Vestur-Þýskaland en það var markamet þýska liðsins þar til Miroslav Klose sló það í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×