Erlent

Myrti tveggja ára stúlku – Átti að vera í fangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Raymone Jackson.
Raymone Jackson. Vísir/AP
Dómari í úthverfi Detroit-borgar í Bandaríkunum segir að maður sem skaut tveggja ára stúlku í höfuðið fyrir framan föður hennar, hafi átt að vera í fangelsi.

AP fréttaveitan segir frá því að réttarhöld standi nú yfir Raymone Jackson sem er 25 ára gamall. Hann er sagður hafa skotið hina tveggja ára KaMiya Gross þann fyrsta júlí og sært föður hennar og aðra 13 ára gamla stúlku. Árásin mun hafa verið hefndaraðgerð.

Dómarinn David Groner segir að Raymone hafi verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi í september í fyrra, en hann var þá á skilorði. Dómarinn vildi fá að vita af hverju Raymone hefði verið sleppt strax í mars.

Talsmaður fangelsisyfirvalda í Detroit sagði fjölmiðlum í borginni að Raymone hefði verið sleppt á reynslulausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×