Erlent

Myrti tengdafjölskyldu sína vegna deilna

Ronald Lee Haskell banaði sex manns í Texas í gær vegna deilna sem upp höfðu komið á milli hans og fyrrum eiginkonu.
Ronald Lee Haskell banaði sex manns í Texas í gær vegna deilna sem upp höfðu komið á milli hans og fyrrum eiginkonu. vísir/afp
Sex manns féllu fyrir hendi Ronald Lee Haskell, þrjátíu og þriggja ára karlmanns í Texas í gærkvöld. Fyrrum mágkona hans, eiginmaður hennar og fjögur börn þeirra á aldrinum fjögurra til fjórtán ára voru meðal þeirra sem hann banaði. Öll batt hann niður og skaut í höfuðið. Fimmtán ára stúlka komst lífs af. Ástæða verknaðarins voru deilur sem komu upp á milli mannsins og fyrrum eiginkonu hans.

Maðurinn hafði oft komið við sögu lögreglu, meðal annars fyrir að hafa ráðist á eiginkonu sína fyrrverandi. Hjónaband þeirra hafði verið óstöðugt um nokkurt skeið að sögn nágranna þeirra en hjónin slitu samvistum í febrúar síðastliðnum. Í kjölfar skilnaðarins leitaði konan skjóls hjá systur sinni, Katie Stay, í smábænum Spring í Texas.

Haskall fór á heimili Stay í leit að fyrrum eiginkonu  sinni kvöldið örlagaríka eftir deilur sem upp höfðu komið. Þegar hún vildi ekki segja honum hvar systir hennar kynni að vera batt hann hana niður og aðra fjölskyldumeðlimi í kjölfarið.

Haskall skaut alla sjö meðlimi fjölskyldunnar en komst fimmtán ára stúlka lífs af. Hún hringdi á neyðarlínuna og greindi frá því að maðurinn ætlaði sér að drepa fleiri fjölskyldumeðlimi, meðal annars afa hennar og ömmu.

Haskall komst undan í bíl en veitti lögregla honum eftirför í um hálfa klukkustund, þar til henni tókst að að króa hann af nokkrum kílómetrum frá morðstaðnum, þar sem henni tókst eftir nokkrar klukkustundir að semja við hann um uppgjöf.


Tengdar fréttir

15 ára stúlka kom í veg fyrir fleiri morð

Maðurinn sem myrti sex manns í smábænum Spring í Texas í gær ætlaði sér að drepa fleiri fjölskyldumeðlimi. 15 ára særð stúlka kom í veg fyrir að fleiri létu lífið.

Fjöldamorð í Texas

Að minnsta kosti sex manns féllu í skotárás í Spring, úthverfi Houston í Texas, í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×