Erlent

Myrkfælinn drengur fer aftur til foreldra sinna sem læstu hann í skotti á bíl

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hjónin sem hafa verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum.
Hér má sjá hjónin sem hafa verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum.
Bandarísk hjón sem ætluðu að lækna son sinn af myrkfælni með því að læsa hann í skotti á bíl eru nú komin úr fangelsi og eru komin í sérstaka meðferð vegna glæpsins. Sonur þeirra, sem er sex ára gamall, mun fara aftur heim til foreldra sinna, nú þegar þau eru laus úr fangelsi.

Hjónin heita Jeremy og Danielle Lehnhart.

Þau fóru fyrir dómara í júlí fyrir ári síðan og var samið um lengd fangelsis dóm í janúar á þessu ári. Þau hafa setið í fangelsi síðan. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að þau hefðu fengið reynslulausn.

Læstu son sinn í skottinu

Hjónin læstu son sinn, þá þriggja ára gamlan, í skottinu á fjölskyldubílnum skammt frá heimili þeirra. Þau létu strákinn hafa vasaljós og sögðu honum að leita af sælgæti í skottinu á bílnum. Þegar hann klifraði upp í skottið lokuðu þau á eftir honum og ætluðu með þessu að lækna hann af myrkfælni.

Þetta endurtóku þau þrisvar sinnum. Þau keyrðu með soninn í skottinu á leiðinni í skemmtigarð sem er skammt frá heimili þeirra.

Upp komst um málið þegar annar sonur þeirra sagði frá málinu við félagsráðgjafa. Hjónin höfðu áður reynt að komast á reynslulausn án árangurs. Að lokinni meðferðinni sem hjónin munu fara í og tekur um tvö ár, verður málið tekið af sakaskrá hjónanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×