Erlent

Myndum af lögregluofbeldi rignir inn á Twitter

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ímyndarherferð lögreglunnar tók óvænta stefnu.
Ímyndarherferð lögreglunnar tók óvænta stefnu.
Ljósmyndum sem sýna lögregluofbeldi hefur rignt inn á samskiptavefinn Twitter eftir að lögreglan í New York hvatti almenning til að birta myndir af sér með lögregluþjónum og merkja þær #myNYPD.

„Lumar þú á ljósmynd af þér með lögreglumönnum?,“ spurði lögreglan á Twitter og birti með skilaboðunum ljósmynd af brosandi manni við hlið tveggja lögregluþjóna.

Kim Royster, aðstoðaryfirlögregluþjónn í New York, segir í samtali við New York Times að unnið sé að bættum samskiptum milli lögreglu og almennings. Bein og óritskoðuð samskipti séu góð fyrir borgina.

Í kjölfar myndbirtinganna hafa netverjar víða um heim birt samskonar myndir af lögregluofbeldi. Tístin hér fyrir neðan eru merkt #myNYPD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×