Innlent

Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi samkvæmt lista vikuritsins The Economist. Kaupmannahöfn er eina borg Norðurlandanna á meðal tíu dýrustu borganna. Ferðamenn sem við náðum tali af í borginni segja Reykjavík eina dýrustu borg sem þeir hafi ferðast til.

Árlega tekur tímaritið The Economist saman verðlag í borgum um allan heim en þetta árið er Singapúr dýrasta borg í heimi og þar á eftir koma Hing Kong, Zurich í Sviss, Tokyo og Oskana í Japan. Kaupmannahöfn er í tíunda sæti á listanum.

Hvort eftirsóknarvert sé að ná toppsætunum í þessari könnun skal ósagt látið en hér á landi hefur verið umræða um hvort hægt sé að skella háu verðalagi einungis á hátt gengi krónunnar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við eru sammála um að hingað væri dýrt að koma.

„Það er mjög dýrt en maður les sér til svo maður er viðbúinn,“ segir Gilles Couturier frá Kanada og Laurence Beausejour segir að þau hafi kynnt sér málið áður en þau komið til landsins. „Við vissum að þetta væri eyja svo þið þurfið að flytja allt inn svo þetta er skiljanlegt.“ 

Einn ferðamannanna sem við ræddum við var á því að hann og fjölskylda hans myndu eflaust dvelja lengur á Íslandi ef ekki væri fyrir verðlagið.

Fleiri ferðamenn tóku í sama streng eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×