Menning

Myndlistarneminn kúkaði í kassanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Almar var ekki í neinum vandræðum með þetta.
Almar var ekki í neinum vandræðum með þetta. vísir
Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í  Listaháskólanum en margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann ætli að gera þarfir sínar. Það liggur nú fyrir.

Fyrir stundu urðu þeir fjölmörgu sem fyljast með Almari í glerbúrinu vitni að því þegar hann gerði sér lítið fyrir, dró fram glæran plastpoka, þandi hann út og laumaði honum undir sig. Þegar hann hafði lokið sér af lét hann pokann falla út um sérútbúinn hlera. 

Sjá einnig: Íslenskur myndlistarnemi ætlar að dvelja nakinn inni í kassa í viku

Að svo miklu leiti sem hægt er að laumast í glerbúrinu og í beinni útsendingu. Almar er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Hægt er að fylgjast með Almari í gegnum beint streymi hér fyrir neðan.

Bein útsending





Fleiri fréttir

Sjá meira


×