Innlent

Myndir vikunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir
Fyrsti snjór vetrarins á höfuðborgarsvæðinu var áberandi í fréttavikunni. Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi.

Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá hér að neðan.

EM í hópfimleikum fór fram í Laugardalshöllinni síðustu helgi. Kvennalið okkar fékk silfur og stúlknaliðið og unglingalið Íslands í blönduðum flokki fengu brons.Vísir/Andri Marinó
Sendiherrar Bretlands og Þýskalands, Stuart Gill og Thomas Meister,taka þátt í sameiginlegri minningarathöfn um þá sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Öld er í ár liðin frá upphafi stríðsins.Vísir/Stefán
Í vikunni var greint frá því að lögreglan á Íslandi hefði fengið 150 hríðskotabyssur í vopnabúr sitt frá Norðmönnum, án vitneskju þings og þjóðar. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra situr fyrir svörum eftir ríkisstjórnarfund á föstudag.Vísir/Vilhelm
Barn leikur sér á snjóþotu á Arnarhóli. Fyrsti snjór vetrarins féll í Reykjavík í vikunni.Vísir/Valli
Stjarnan kom, sá og sigraði á lokahófi KSÍ í ár. Ingvar Jónsson og Harpa Þorsteinsdóttir voru útnefnd bestu leikmenn Pepsí-deildarinnar í karla- og kvennaflokki.Vísir/Ernir
Sigmundur Már Herbertsson og félagar tóku sig vel út í bleiku við dómgæslu í Domino´s-deild karla í körfubolta.Vísir/Ernir
Verkamenn við vinnu í Kórahverfinu hafa fínt útsýni yfir höfuðborgarsvæðið.Vísir/Vilhelm
Þessi börn nýttu sér snjóinn í vikunni og skelltu sér á sleða á Arnarhóli.Vísir/GVA
Litirnir voru fallegir á Akureyri í vikunni.Vísir/Stefán
Þessir ágætu menn unnu við vegmerkingu á Miklubraut í vikunni sem leið.Vísir/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×