Innlent

Myndir vikunnar á Vísi: Gámar, eftirlíkingar og snjór

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brot af því besta úr liðinni viku.
Brot af því besta úr liðinni viku. Vísir
Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi.

Í liðinni viku náðu þeir meðal annars frábærum myndum af snjóstorminum sem gekk yfir landið, eftirlíkingar af húsgögnum voru þeim hugarangur auk þess sem þeir skelltu sér á tónleika og íþróttaleiki.

Hér að neðan má sjá úrval ljósmyndaranna okkar frá síðustu sjö dögum og þar fyrir neðan myndir undanfarinna vikna sem margar hverjar eru stórglæsilegar.

Þá minnir Vísir á ljósmyndasamkeppnina sem stendur yfir en sigurvegarinn fær glæsileg verðlaun og mynd sína á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag. Nánar um það allt saman hér.

Mikið var fjallað um eftirlíkingar af Le Corbusier stólum í Ráðhúsi Reykjavíkur.Vísir/Ernir
Stólar í Listasafni Reykjavíkur voru einnig falsaðir.Vísir/Stefán
Framarar unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í efstu deild karla í handbolta.Vísir/Valli
Valdimar söng eins og engill á Xmas tónleikunum í Gamla bíói í vikunni.Vísir/Valli
Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir sat fyrir svörum í forsíðuviðtali Lífsins í vikunni.Vísir/Ernir
Nýjar skrifstofur lækna á Landspítalanum verða í gámum sem komið var fyrir á fimmtudaginn.Vísir/GVA
Starfsmenn Caruso vöknuðu upp við vondan draum í vikunni þegar eigendur voru óvænt búnir að loka á aðgang þeirra að vinnustaðnum.Vísir/Stefán
Þessi hugrakki hundur var á vappinu á Fjallkonuveginum í Grafarvogi á miðvikudaginn.Vísir/Pjetur
Ferðamenn í Reykjavík fögnuðu snjónum í Bankastræti.Vísir/GVA
Tævanskir námsmenn létu ekki kuldann í Reykjavík stoppa sig og hlupu á Reykjavíkurtjörn fáklæddir.Vísir/Ernir
Nemendur í Hlíðaskóla fögnuðu snjónum.Vísir/GVA
Erlendir ferðamenn höfðu gaman af því að hitta sjálfa jólasveinana á Skólavörðustígnum.Vísir/GVA
Fjölmargir þurftu að bíða lengi eftir strætó í vikunni sökum færðar.Vísir/Pjetur

Tengdar fréttir

Myndir vikunnar

Óveður, stjörnur og stjórnmál. Það var töluvert um að vera á Íslandi í vikunni og í fjölmiðlum.

Myndir vikunnar á Vísi

Hlæjandi selur, hestar í flugvél og rauð sólarupprás var á meðal þess sem sannarlega var tilefni til að taka mynd af í vikunni sem nú er að líða.

Sjónarspil vikunnar

Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi. Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá í þessari frétt.

Myndir vikunnar

Airwaves hátiðin hefur verið fyrirferðarmikil í fréttum vikunnar. Sem og fjölmenn mótmæli á Austurvelli og margt fleira.

Myndir vikunnar á Vísi

Ljósmyndarar Vísis fóru um víðan völl í vikunni. Eðli málsins samkvæmt var myndavélin með í för.

Myndir vikunnar

Fyrsti snjór vetrarins á höfuðborgarsvæðinu var áberandi í fréttavikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×