Innlent

Myndir vikunnar: Barnaspítalinn, verkfallsaðgerðir og fótboltastrákar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það kennir ýmissa grasa í myndum vikunnar á Vísi.
Það kennir ýmissa grasa í myndum vikunnar á Vísi. Vísir
Karlalandslið Íslands í handbolta kom saman á Íslandi í vikunni í tilefni landsleiks við Ísraela. Gestirnir voru kafsigldir auk þess sem strákarnir létu gott af sér leiða á Barnaspítala Hringsins.

Rannveig Rist lýsti yfir sakleysi sínu í héraðsdómi, læknar og tónlistarkennarar berjast í bökkum, háskólanemar óttast frestun prófa og heilbrigðisstarfsmenn gera allt klárt fyrir mögulegt ebólusmit.

Fylkismenn og KR-ingar fengu liðsstyrki í karlafótboltanum og fatlaður maður komst ekki í bíó til að sjá mynd um fatlaða. Alls staðar voru ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis á staðnum en afraksturinn má sjá hér að neðan.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ásamt ungri hetju á Barnaspítalanum í vikunni.Vísir/Ernir
Landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson afhendu Barnaspítala hringsins hálfa millljón króna í gjöf.Vísir/ERnir
Jóhannes Karl Guðjónsson og Ingimundur Níels Óskarsson sömdu við Fylki. Þá endurnýjaði Tómas Joð Þorsteinsson samning við félagið.Vísir/Ernir
Rannveig Rist lýsti yfir sakleysi sínu vegna ásökunar um umboðssvik sem stjórnarmaður hjá SPRON í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/Ernir
Tónlistarkennarar krefjast betri kjöra og fylktu liði á Skólavörðustígnum.Vísir/Valgarður
Óvissa ríkir hvort nemendur við Háskóla Íslands þreyti jólapróf vegna mögulegs verkfalls háskólaprófessora.Vísir/VAlli
Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson eru nýir þjálfarar karlaliðs KR í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm
Nemendur í Flataskóla hristu sig á sparkvelli við skólann í vikunni.Vísir/GVA
Viðbragðsteymi Landspítalans skellti sér í búninga á æfingu vegna mögulegs ebólusmits.Vísir/Stefán
Adolf Guðmundsson og Guðmundur Kristjánsson sátu síðasta aðalfund LÍÚ.Vísir/Pjetur
Guðjón Valur Sigurðsson var hætt kominn í landsleiknum gegn Ísrael á miðvikudaginn þegar markvörður gestanna fór í skógarferð.Vísir/Vilhelm
Guðjón Sigurðsson, sem notast við hjólastól sökum fötlunar, komst ekki á bíómynd um fatlaða í Bíó Paradís í vikunni.Vísir/Ernir
Það þarf tvo til að dansa tangó. Eitthvað tafðist að fundur í deilu almennra lækna við ríkið í húsakynnum sáttasemjara gæti hafist í vikunni.Vísir/Pjetur
Unnið er við gerð göngubrúar á milli Seláshverfis og Norðlingaholts.Vísir/GVA

Tengdar fréttir

Myndir vikunnar á Vísi

Hlæjandi selur, hestar í flugvél og rauð sólarupprás var á meðal þess sem sannarlega var tilefni til að taka mynd af í vikunni sem nú er að líða.

Sjónarspil vikunnar

Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi. Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá í þessari frétt.

Myndir vikunnar á Vísi

Ljósmyndarar Vísis fóru um víðan völl í vikunni. Eðli málsins samkvæmt var myndavélin með í för.

Myndir vikunnar

Fyrsti snjór vetrarins á höfuðborgarsvæðinu var áberandi í fréttavikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×