Íslenski boltinn

Myndir og myndband frá afrekum Kristjáns Finnboga á móti KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Finnbogason verður 43 ára gamall í næsta mánuði en hann er enn í fullu fjöri á fótboltavellinum og var hetja FH-liðsins í dag þegar Hafnarfjarðarliðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins í fótbolta.

Kristján varði tvær vítaspyrnur KR-inga þegar FH vann 4-2 sigur á KR í vítakeppni undanúrslitaleiks liðanna en FH mætir þar með Breiðabliki í úrslitaleiknum.

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skiptið á ferlinum sem Kristján ræður úrslitum í vítakeppni en hann sló FH-inga meðal annars út úr bikarnum í sextán liða úrslitum bikarsins sumarið 2012 með því að verja þrjár vítaspyrnur í vítakeppni.

Hér fyrir ofan má sjá myndband frá leik FH og KR í dag og þar sést Kristján verja vítaspyrnur Þorsteins Más Ragnarssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Hér fyrir neðan eru síðan myndir frá leiknum sem Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, náði á leiknum.

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán

Tengdar fréttir

Kristján Finnbogason hetja FH á móti KR

Hinn 42 ára gamli Kristján Finnbogason var hetja FH-inga á móti hans gömlu félögum í KR í undanúrslitaleik liðanna í Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór á gervigrasi KR-inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×