Innlent

Myndir frá umfangsmikilli leit við Hafnarfjarðarhöfn

Birgir Olgeirsson og Snærós Sindradóttir skrifa
Lögreglan, sérsveit Ríkislögreglustjóra og björgunarsveitir stóðu fyrir leit við Hafnarfjarðarhöfn í nótt.
Lögreglan, sérsveit Ríkislögreglustjóra og björgunarsveitir stóðu fyrir leit við Hafnarfjarðarhöfn í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan, sérsveit Ríkislögreglustjóra og björgunarsveitir stóðu fyrir umfangsmikilli leit við Hafnarfjarðarhöfn í nótt. Viðbragðsaðila tók að bera að garði á öðrum tímanum eftir að ábending barst um að Dr. Martens skór, samskonar þeim sem Birna Brjánsdóttir klæddist nóttina sem hún hvarf, hefðu fundist við höfnina. Björgunarsveitarfólk gekk hafnargarðinn, flygildi voru notuð til að sveima yfir höfnina og bátur kembdi svæðið. 

Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér.

Fyrstu fregnir af skónum á samfélagsmiðlum bentu til þess að þeir hefðu fundist nærri Kaldárseli, ofan við Hafnarfjörð við bílastæðið hjá Helgafelli, en þær ábendingar reyndust ekki réttar. Staðfest hefur verið að skórnir, áþekkt því sem Birna klæddist, hafi fundist við höfnina. Sterkur grunur er að þeir séu af Birnu þótt enn eigi eftir að staðfesta það.

Fréttamenn fréttastofu 365 voru á vettvangi fram eftir nóttu og fylgdust með störfum viðbragðsaðila. Hér á eftir má sjá myndir sem ljósmyndari fréttastofu, Vilhelm Gunnarsson, tók á vettvangi.

Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×