Erlent

Myndir birtar af braki úr flugvélinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Brak sem fannst er merkt EgyptAir.
Brak sem fannst er merkt EgyptAir. Mynd/Egypski herinn
Egypski herinn hefur birt myndir af því braki sem fundist hefur úr EgyptAir flugvélinni sem brotlenti á fimmtudaginn. Flugvélin var á leið frá París til Kaíró með 66 manns um borð þegar hún brotlenti í Miðjarðarhafið. Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin brotlenti.

Í ljós hefur komið að flugvélinni var beygt mjög snögglega áður en hún brotlenti og að reykur hafi greinst um borð. Reykskynjarar fóru í gang á salernum flugvélarinnar og í rými þar sem rafmagnskerfi flugvélarinnar voru. Bæði þessi svæði eru framarlega og hægra megin í flugvélinni.

Franskir rannsakendur segja þó of snemmt að segja til um ástæður brotlendingarinnar. Flugritar vélarinnar hafa ekki fundist enn og allt kapp lagt í að finna þá.

Sérfræðingur frá BBC sem skoðað hefur göngin um reykinn segir að kerfi flugvélarinnar hafi slökkt á sér á þriggja mínútna tímabili. Nú sé útlit fyrir að ekki sé um rán að ræða, né að komið hafi til átaka í flugstjórnarklefanum. Heldur hafi eldur verið um borð. Gögnin eru sögð sýna fram á að eldurinn hafi dreifst mjög hratt

Leitarsveitir hafa fundið lík, brak og farangur úr flugvélinni. Meðfylgjandi myndir voru birtar á heimasíðu varnarmálaráðuneytis Egyptalands sem og á Facebook síðu þeirra.

Mynd/Egypski herinn
Mynd/Egypski herinn
Mynd/Egypski herinn
Mynd/Egypski herinn

Tengdar fréttir

Leita að flugritum vélarinnar

Leitarflokkar hafa fundið ferðatöskur, flugvélasæti og líkamsleifar einhverra farþega flugvélar EgyptAir sem hvarf í Miðjarðarhafið í gærnótt. Ekkert hefur fengist staðfest um ástæður þess að flugvélin fór í hafið en talið er nær öruggt að það hafi verið af mannavöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×