Innlent

Myndir ársins 2014

Atli Ísleifsson skrifar
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, hlaut verðlaun fyrir íþróttamynd ársins.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, hlaut verðlaun fyrir íþróttamynd ársins. Vísir/Vilhelm
Blaðaljósmyndurum á Íslandi var veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2014 fyrr í dag. Það var gert við opnun árlegrar ljósmyndasýningar í Gerðarsafni í Kópavogi klukkan 15.

Veitt voru verðlaun í sjö flokkum og að þessu sinni var það fréttamynd ársins sem var jafnframt valin Mynd ársins 2014. Hana átti Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari DV og er myndin af hælisleitandanum Ghasem Mohamadi sem svelti sig í mótmælaskyni vegna seinagangs Útlendingastofnunar á afgreiðslu hælisumsókna.

Mynd ársins. Myndin er af hælisleitandanum Ghasem Mohamadi sem svelti sig í mótmælaskyni vegna seinagangs Útlendingastofnunar á afgreiðslu hælisumsókna.Mynd/Sigtryggur Ari Jóhansson
Verðlaunamyndir í öðrum flokkum áttu Ómar Óskarsson fyrir mynd í flokki daglegs lífs, Vilhelm Gunnarsson fyrir íþróttamynd ársins, Rut Sigurðardóttir átti portrait mynd ársins, Gígja D. Einarsdóttir átti tímaritamynd ársins og Heiða Helgadóttir átti verðlaunamynd í flokki umhverfismynda ásamt því að hafa einnig myndað myndröð ársins 2014.

Portrait mynd ársins 2014.Mynd/Rut Sigurðardóttir
Sjö dómarar völdu 116 myndir á sýninguna í ár úr tæplega 1000 innsendum myndum blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Einar Ólason, Brynjar Gauti Sveinsson, Jóhanna Guðrún Árnadóttir, Gunnar Sverrisson, Baldur Kristjánsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Søren Pagter sem var jafnframt formaður dómnefndar. Søren Pagter er kennari við danskann blaðaljósmyndaraskóla og hefur setið í mörgum dómnefndum ljósmyndakeppna.

Fréttamynd og mynd ársins 2014: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ghasem Mohamadi var fluttur á sjúkrahús, örmagna eftir níu daga mótmælasvelti, og gefin næring í æð. Hann mótmælti seinagangi Útlendingastofnunar í afgreiðslu á ósk sinni um pólitíkst hæli á Íslandi. Hann fékk að lokum stöðu flóttamanns.

Umhverfismynd ársins: Ómar Óskarsson

Sópað frá Héraðsdómi Reykjavíkur

Íþróttamynd ársins: Vilhelm Gunnarsson

Valur fagnar

Portrait mynd ársins 2014: Rut Sigurðardóttir

Jörmundur Ingi Hansen, alsherjargoði

Tímaritamynd ársins 2014: Gígja D. Einarsdóttir

Gæðingurinn og heiðursverðlaunahesturinn Markús frá Langholtsparti

Umhverfismynd ársins 2014: Heiða Helgadóttir

Hellisheiði

Myndröð ársins 2014: Heiða Helgadóttir

Bakvið tjöldin á Reykjavík fashion festival 2014 sem fram fór í Hörpunni.

Umhverfismynd ársins. Sópað frá Héraðsdómi ReykjavíkurMynd/Ómar Óskarsson
Tímaritamynd ársins 2014. Gæðingurinn og heiðursverðlaunahesturinn Markús frá LangholtspartiMynd/Gígja D. Einarsdóttir
Umhverfismynd ársins 2014. HellisheiðiMynd/Heiða Helgadóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×