Myndi fara í sturtu hinum megin viđ götuna

 
Körfubolti
14:45 01. MARS 2017
Stoudemire í leik međ Hapoel.
Stoudemire í leik međ Hapoel. VÍSIR/GETTY

Fyrrum NBA-stjarnan Amar'e Stoudemire segir að ef hann væri í liði með homma myndi hann leggja ýmislegt á sig til þess að forðast hann.

„Ég myndi fara í sturtu hinum megin við götuna. Hafa fötin mín klár þar. Ég myndi líka fara aðra leið í líkamsræktina en hann,“ sagði Stoudemire en blaðamaðurinn sem tók viðtalið var svo hissa á þessu svari að hann spurði leikmanninn að því hvort hann væri að grínast?

„Það er alltaf sannleikur í öllum bröndurum.“

Stoudemire er að spila með Hapoel Jerusalem í ísraelska boltanum. Aðrir liðsfélagar hans sögðust ekki hafa neitt á móti því að spila með samkynhneigðum leikmanni.

Er Stoudemire spilaði fyrir NY Knicks var hann sektaður um milljónir fyrir að tala niðrandi um samkynhneigða.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Myndi fara í sturtu hinum megin viđ götuna
Fara efst