Fótbolti

Myndbandstæknin kom enn og aftur við sögu í Álfukeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Milligan skorar jöfnunarmark Ástralíu úr vítaspyrnu.
Mark Milligan skorar jöfnunarmark Ástralíu úr vítaspyrnu. vísir/epa
Kamerún og Ástralía skildu jöfn, 1-1, í B-riðli Álfukeppninnar í fótbolta í dag. Leikið var í St. Pétursborg.

André-Frank Zambo Anguissa kom Kamerún yfir með laglegu marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þetta var hans fyrsta mark fyrir kamerúnska landsliðið.

Eftir klukkutíma leik braut Ernest Mabouka, hægri bakvörður Kamerún, á Alex Gersbach innan vítateigs og Milorad Mazic benti á punktinn. Serbinn ráðfærði sig við myndbandsdómara sem staðfesti dóminn.

Mark Milligan, fyrirliði Ástralíu, fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut.

Kamerún og Ástralía eru bæði með eitt stig í B-riðlinum. Klukkan 18:00 mætast Þýskaland og Síle í sama riðli. Bæði lið eru með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×