Fótbolti

Myndbandsdómarar á HM 2018

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Felix Zwayer fær skilaboð í eyrað frá myndbandsdómara í vináttulandsleik Spánverja og Frakka í síðasta mánuði.
Felix Zwayer fær skilaboð í eyrað frá myndbandsdómara í vináttulandsleik Spánverja og Frakka í síðasta mánuði. vísir/getty
Myndbandstækni verður notuð við dómgæslu á HM í Rússlandi á næsta ári. Þetta staðfesti Gianni Infantino, forseti FIFA, í dag.

Hægt verður að nota myndbandstækni til að skoða atvik er varða mörk, rauð spjöld, ef rangur maður fær spjald og vítaspyrnur.

„Við munum nota myndbandstækni því reynslan af henni hefur bara verið jákvæð,“ sagði Infantino.

Notkun á myndbandstækni við dómgæslu er alltaf að aukast. Hún var fyrst notuð í keppni á vegum FIFA á HM félagsliða í desember á síðasta ári.

Myndbandstækni var einnig notuð í vináttulandsleik Spánar og Frakklands í síðasta mánuði en þar var tveimur röngum ákvörðun breytt eftir inngrip frá myndbandsdómara.

Svo gæti farið að myndbandstæknin kæmi inn í enska boltann á næsta tímabili en enska knattspyrnusambandið hefur gefið í skyn að hún verði notuð í ensku bikarkeppninni eða deildabikarnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×