Lífið

Myndband úr öryggismyndavél á að sýna ræningjana flýja á reiðhjólum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kim hefur ekki enn komið fram á almannafæri eftir atvikið.
Kim hefur ekki enn komið fram á almannafæri eftir atvikið.
Myndband úr öryggismyndavél í París er nú komið á netið og á það að sýna mennina sem rændu Kim Kardashian í byrjun mánaðarins flýja af vettvangi á hjólum. Nú er talið að fimm menn hafi komið að ráninu en tveir af þeim réðist inn á hótelbergi raunveruleikastjörnunnar.

Kim Kardashian var rænd af vopnuðum mönnum í París 3. október en hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á.

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Nú stendur yfir lögreglurannsókn sem miðar nokkuð vel samkvæmt stjórnvöldum í Frakklandi.

Ránið fór fram um morgun í veglegri íbúð sem Kardashian og föruneyti hennar hafði leigt fyrir dvölina vegna tískuvikunnar í París. Íbúðin er í áttunda hverfi Parísar. Í húsinu eru níu íbúðir sem hægt er að leigja. Eru þær afar vel búnar og vinsælar í heimi fræga fólksins enda auðvelt að forðast ágenga ljósmyndara sé hafist við í íbúðinni.

Franska innanríkisráðuneytið segir að ræningjarnir, fimm talsins, hafi dulbúið sig sem lögreglumenn. Þannig hafi þeir komist inn anddyri byggingarinnar þar sem þeir hótuðu húsverðinum og neyddu hann til að opna íbúð Kardashian.

Hér að neðan má sjá myndband  sem birtist fyrst á vefsíðu TMZ en þar má sjá mennina mæta á svæðið á reiðhjólum og hjóla síðan mjög hratt til baka stuttu síðar.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×