Erlent

Myndband náðist af því þegar hús sprakk eftir gasleka

Atli Ísleifsson skrifar
Myndband af atvikinu náðist fyrir tilviljun þar sem lögreglubíll var staðsettur í götunni þegar slysið varð.
Myndband af atvikinu náðist fyrir tilviljun þar sem lögreglubíll var staðsettur í götunni þegar slysið varð.
Fimmtán manns slösuðust þegar hús sprakk eftir gasleka í Ocean-sýslu í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudag. Myndband af atvikinu náðist fyrir tilviljun þar sem lögreglubíll var staðsettur í götunni þegar slysið varð.

Brak úr húsinu dreifðist yfir stórt svæði í nágrenninu. „Við vorum með brak alls staðar í kringum okkur. Það kom upp úr engu og ég hugsaði með mér hvað gerðist eiginlega,“ segir lögreglumaðurinn Jack Johnson í samtali við SandPaper.net.

Tilkynning um gasleka hafði borist nokkru fyrir sprenginguna og höfðu þá lögreglumenn beðið 75 nágranna hússins um að yfirgefa heimili sín í öryggisskyni.

Að neðan ná sjá myndband af sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×