Erlent

Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólarhringa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn var með meðvitund er honum var bjargað.
Maðurinn var með meðvitund er honum var bjargað. vísir/skjáskot
Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. Maðurinn hafði legið fastur í tvo sólahringa.

Vitað er til þess að minnst 3.617 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum. Þar að auki lést fólk í nærri landamærum Nepal í Kína og Indlandi. Þetta kom fram í yfirlýsingu lögreglunnar í Nepal. Þá slösuðust minnst 6.500 í skjálftanum.

Hópur tyrkneskra björgunarsveitarmanna bjargaði manninum en hann var með meðvitund þegar náðist að draga hann út úr húsinu.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem Sky News fréttastofan birti á Facebook síðu sinni. 

Hope remains for survivors of the Nepal earthquake as one man is pulled alive from rubble by rescue workers. More here: http://bit.ly/1KnjioP

Posted by Sky News on 27. apríl 2015

Tengdar fréttir

Börn Margrétar sváfu undir berum himni

Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning.

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×