Lífið

Myndband af Ósk á FM957 að skola skonsuna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ósk skolaði skonsuna í morgun.
Ósk skolaði skonsuna í morgun.
Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, fór og skolaði skonsuna fyrir utan Lækningu í Lágmúla í morgun.

„Ég mæli ekki með þessu, skonsan verður ekki góð eftir á," segir Ósk í samtali við Vísi og hlær.

Með henni í för var Sverrir Bergmann, sem sá um myndatöku. Saman eru þau með Morgunþáttinn á FM957.

Myndbandið er einskonar ádeila á fyrirsögn sem birtist á mbl.is, þar sem sagt var frá því að Gwyneth Paltrow láti reglulega skola úr leggöngunum. Fyrirsögn greinarinnar var „Lætur skola reglulega úr skonsunni“.

Ósk segir að þetta hafi fyrst og fremst verið í spaugilegum tilgangi. „Það er nokkuð fyndið að fréttamiðill noti orðið skonsa en ekki bara píka eða leggöng. En þetta er samt ekki niðrandi finnst mér," segir hún og bætir við:

„Skonsur eru mjúkar og góðar...sérstaklega með smjöri og osti," segir hún og hlær dátt.

Fyrirsögnin vakti miklar umræður á samfélagsmiðlum. Í Facebook-grúppunni Fjölmiðlanördar var mikið tekist á um réttmæti fyrirsagnarinnar. Innlegg Sigurðar Ingólfssonar í þá umræðu vakti mikla kátínu. Það var svona:

„Hún Gwyneth var bráðgóður bakari

og búkona alls ekki lakari,

skóf allt sitt brauð

og skolaði uns rauð

skonsuna svo yrði hún rakari.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×