Lífið

Myndband af forsætisráðherra fagnandi sigrinum á Englendingum

Atli Ísleifsson skrifar
Sig­urður Ingi ásamt eig­in­konu sinni Ingi­björg Elsu Ingj­alds­dótt­ir.
Sig­urður Ingi ásamt eig­in­konu sinni Ingi­björg Elsu Ingj­alds­dótt­ir. Mynd/Facebook-síða Sigurðar Inga
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fagnaði gríðarlega þegar flautað var til leiksloka í leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í gærkvöldi.

Forsætisráðherrann fylgdist líkt og flestir aðrir Íslendingar með leiknum og var skiljanlega ánægður að Íslendingar hefðu borið sigur úr býtum, 2-1, og þar sem slegið lið Englands úr keppni.

Sigurður Ingi birti á Facebook-síðu sinni nokkrar myndir úr partýinu þar sem hann fylgdist með leiknum, sem og myndband af augnablikinu þegar flautað var til leiksloka.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×