Lífið

Myndband af breytingum á Eldborgarsal Hörpu milli tónleika

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands vísir/valli
Laugardaginn 25. apríl síðastliðinn fóru fram tvennir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu. Klukkan 14.00 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands Dimmalimm og Svanavatnið en sjö tímum síðar héldu Dúndurfréttir upp á fjörutíu ára afmæli Wish You Were Here.

Gera þurfti miklar breytingar á salnum á milli tónleikanna enda talsverður munur á sinfóníutónleikum og rokktónleikum. Á Facebook síðu Hörpu hefur verið birt svokallað „time lapse“ myndband sem sýnir vinnuna sem fór í hönd til að koma salnum í rétt horf fyrir Dúndurfréttir.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið er hér fyrir neðan.

Time Lapse myndskeið sem sýnir breytingu sem á sér stað í Eldborg þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er með tónleika seinni partinn yfir í rokk tónleikar seinna um kvöldið // Time Lapse video on how Eldborg changes from the symphony setup in the afternoon to Rock setup in the evening.

Posted by Harpa Reykjavik Concert and Conference Centre on Tuesday, 5 May 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×