Myndband: McLaren frumsýnir 2016 bíl sinn

 
Formúla 1
19:30 21. FEBRÚAR 2016
MP4-31
MP4-31 VÍSIR/MCLAREN.COM
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

McLaren liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir og myndband af 2016 bíl liðsins. Bíllinn ber heitið MP4-31.

Bíllinn skartar nýju útliti, minna er um rautt en var í bílnum í fyrra.

MP4-31 er annar bíllinn sem er knúinn V6 túrbó vél frá Honda. Bíllinn er töluvert breyttur, þrátt fyrir frekar stöðugar reglur á milli ára.

Bílnum verður ekið í fyrsta skipti á æfingum sem hefjast í Barselóna á morgun.

McLaren átti erfitt ár, áreiðanleiki var helsti veikleiki liðsins. McLaren endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða með 27 stig.

„Fólkið í Woking, Sakura og Milton Keynes hefur unnið gríðarlega hörðum höndum að því að halda áætlun sem sett var upp en var mjög kröfuhörð. Það hefur skilað sér í því að það tókst að halda áætlun og þróa bílinn og smíða,“ sagði Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren.

„Við munum einbeita okkur að því að nota tímann vel í Barselóna. Við munum fara í smáatriðum yfir bílinn og tryggja að við getum náð öllu fram sem við viljum ná fram á þessum fjórum dögum. Við munum hafa í forgang að tryggja að kerfin í bílnum virki, að bíllinn geti allt sem við viljum geta gert við hann,“ bætti Boullier við.

„Við verðum að sannreyna prófanir okkar í bílskúrnum áður en við framkvæmum kraftaverk á brautinni, við þurfum að ganga áður en við hlaupum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það einmitt það sem æfingarnar snúast um,“ sagði Boullier að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af bílnum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Myndband: McLaren frumsýnir 2016 bíl sinn
Fara efst