Erlent

Myndband: Himalaya-fjöll eins og þú hefur aldrei séð þau áður

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndbandinu má meðal annars sjá ótrúlegar myndir af tindum Everest-fjalls, Ama Dablam og Lhotse.
Á myndbandinu má meðal annars sjá ótrúlegar myndir af tindum Everest-fjalls, Ama Dablam og Lhotse.
Kvikmyndagerðarmenn við Teton Gravity Research stofnunina hafa birt fyrsta myndbandið frá Himalaya-fjöllum sem tekið er í háskerpu úr meira en 6.000 metra hæð.

Myndbandið er tekið með GSS C520 myndavél sem fest var við þyrlu sem tók á loft frá nepölsku höfuðborginni Kathmandu. Myndirnar eru teknar á hæð á bilinu 1.500 metra til 7.400 metra yfir sjávarmál.

Myndirnar eru einhverjar bestu loftmyndir frá Himalaya-fjöllum sem birtar hafa verið þar sem má meðal annars sjá tinda hæsta fjalls heims, Everest-fjalls, auk Ama Dablam og Lhotse.

Sjón er sögu ríkari.

The Himalayas from 20,000 ft. from Teton Gravity Research on Vimeo.


Tengdar fréttir

Birti myndband úr dróna af Auschwitz

Breska ríkisútvarpið hefur birt myndband sem tekið var úr dróna af rústum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×