Lífið

Myndaveisla úr Herjólfsdal: Flugeldarnir glöddu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta norðanfólk skemmti sér konunglega í brekkunni.
Þetta norðanfólk skemmti sér konunglega í brekkunni. mynd/daníel þór ágústsson
Annað kvöld Þjóðhátíðar fór fram í gær en þá var boðið upp á heljarinnar flugeldasýningu líkt og venjan er á laugardeginum. Talið er að um tíu þúsund manns hafi verið samankomnir íklæddir ýmist pollagöllum eða hvers kyns sniðugum búningum.

Heimamaðurinn Júníus Meyvant hóf dagskránna en í kjölfar hans fylgdu Ný Dönsk, AmabAdamA, Jón Jónsson, Maus, FM Belfast og Sálin hans Jóns míns. Var ekki annað að sjá en að meirihluti fólksins skemmti sér konunglega.

Ljósmyndararnir Daníel Þór Ágústsson og Freyja Gylfadóttir voru í Herjólfsdal og náðu þessum stórskemmtilegu myndum af gestum hátíðarinnar.

mynd/daníel þór ágústsson
vísir/freyja





Fleiri fréttir

Sjá meira


×